Tryggingagjald

Þriðjudaginn 02. desember 2003, kl. 14:55:07 (2360)

2003-12-02 14:55:07# 130. lþ. 39.14 fundur 89. mál: #A tryggingagjald# (viðbótarlífeyrissparnaður) frv. 121/2003, ÁI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 130. lþ.

[14:55]

Álfheiður Ingadóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég neyðist til þess að reikna þetta dæmi til enda fyrir hv. formann efh.- og viðskn. Það er nefnilega alveg nákvæmlega sama hvaða tölu maður tekur, ef maður margfaldar hana með núlli er niðurstaðan núll. Þeir starfsmenn sveitarfélaga sem hingað til hafa notið þessa mótframlags og munu ekki njóta þess eftir lögfestingu þessa frv. munu auðvitað fá bara núll í viðbótarlífeyrissparnað.