Íslenska táknmálið

Þriðjudaginn 02. desember 2003, kl. 17:45:06 (2373)

2003-12-02 17:45:06# 130. lþ. 39.22 fundur 374. mál: #A íslenska táknmálið# frv., 375. mál: #A breyting á ýmsum lögum vegna íslenska táknmálsins# frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 130. lþ.

[17:45]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Hv. þm. tók þann pól í hæðina að sýna þessum frv. sem hér eru til umræðu almennan stuðning. Hann lýsti síðan orðum hæstv. forsrh. fyrir fimm árum, árið 1998, um að gera ætti tiltekna hluti, afla talna um kostnað og hvernig væri hægt að standa að þessu. Hæstv. menntamálaráðherrar Sjálfstfl. síðustu fimm ár hafa ekki gert þetta. Þar kemur stefna Sjálfstfl. hugsanlega í ljós í reynd. Dómur Félags heyrnarlausra í bréfi Hafdísar Gísladóttur um ríkisstjórnina síðustu 10 ár er á þá leið að á vegum ráðuneyta eða Alþingis hafi a.m.k. fjórar nefndir verið settar á laggirnar til að álykta um þessi mál en niðurstaða þeirra litlu skilað er lúti að bættri stöðu íslenska táknmálsins. Má skilja ræðu hv. þm. þannig að Sjálfstfl. hafi nú breytt um stefnu í þessu efni og ætli með okkur hinum að koma upp í bátinn og taka í árarnar með því að gera þetta sæmilega úr garði?