Starfsumgjörð fjölmiðla

Þriðjudaginn 02. desember 2003, kl. 19:14:48 (2397)

2003-12-02 19:14:48# 130. lþ. 39.24 fundur 366. mál: #A starfsumgjörð fjölmiðla# þál., Flm. ÁI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 130. lþ.

[19:14]

Flm. (Álfheiður Ingadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var í raun búinn að svara því sem hv. þm. spyr aftur um, þ.e. af hverju Ríkisútvarpið er ekki nefnt í þessari tillögugrein. Þessi umræða öll um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og fákeppni hefur orðið til þess að mönnum er ljósari en áður nauðsyn þess að eiga öflugt Ríkisútvarp. Að öðru leyti vil ég segja að mér finnst Ríkisútvarpið gott og ég vil gera það betra og ég tel að við höfum lagarammann þar til þess að styðjast við. Við þurfum hann hins vegar á hinum frjálsa markaði.