Tryggingagjald

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 13:55:05 (2415)

2003-12-03 13:55:05# 130. lþ. 40.1 fundur 89. mál: #A tryggingagjald# (viðbótarlífeyrissparnaður) frv. 121/2003, GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 130. lþ.

[13:55]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Við göngum núna til atkvæða um eitt af frv. ríkisstjórnarinnar sem gengur algjörlega í berhögg við þá stefnu sem ríkisstjórnarflokkarnir boðuðu í kosningabaráttunni. Hér er verið að auka álögur og taka af þær uppbætur sem lífeyrisþegar hafa fengið í gegnum tryggingagjaldið. Álögur voru einnig auknar á almenning fyrir nokkrum dögum í sambandi við bensíngjaldið og eina skattalækkunartillaga ríkisstjórnarinnar er um séreignarskatta á hátekjur. Þetta er í algjörri andstöðu við það sem ríkisstjórnin var kosin út á. Frjálsl. mun greiða atkvæði gegn þessari tillögu.