Kvótamiðlun Landssambands íslenskra útvegsmanna

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 14:34:47 (2432)

2003-12-03 14:34:47# 130. lþ. 41.3 fundur 349. mál: #A kvótamiðlun Landssambands íslenskra útvegsmanna# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., viðskrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[14:34]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ætli ég sé ekki ein af þeim sem má segja að hafi stutt þetta kerfi fram á þennan dag en ég vil nú ekkert viðurkenna að ég hafi sofið á verðinum, enda kom það fram í svari mínu að þetta mál heyrir svo sem ekki undir mín ráðuneyti.

En hvað það varðar sem kom fram í fyrirspurn í sambandi við virðisaukaskatt, þá get ég ekkert annað en vísað því frá mér og yfir til fjmrh. þar sem þau lög heyra undir hann.

Ég held að hv. þingmanni, Jóhanni Ársælssyni, hafi tekist það ætlunarverk sitt að vekja máls á þessum viðskiptum á hv. Alþingi og ég þakka hæstv. sjútvrh. fyrir það að hafa blandað sér inn í umræðuna. Síðan verður tíminn að leiða í ljós hvernig farið verður með þetta mál til framtíðar.