Færsla Hringbrautar í Reykjavík

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 15:51:52 (2466)

2003-12-03 15:51:52# 130. lþ. 41.8 fundur 172. mál: #A færsla Hringbrautar í Reykjavík# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[15:51]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra hefur lýst því yfir að nægt fjármagn verður til að fara í þessa breytingu á vegakerfinu við Hringbrautina. En ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Þegar útboð hefur farið fram eftir næstu áramót, hvað gerir hann ráð fyrir að menn verði lengi að vinna við þessar framkvæmdir? Hvenær verður Hringbrautin tilbúin? Það er auðvitað svo, virðulegi forseti, að það hefur líka áhrif á uppbygginguna á landspítalalóðinni hvenær Hringbrautin verður færð. Því er mjög mikilvægt að fá upplýsingar um það hvenær ráðherra telur að búið verði að ljúka við þessa framkvæmd eftir útboðið, hversu langan tíma það tekur.