Færsla Hringbrautar í Reykjavík

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 15:53:36 (2468)

2003-12-03 15:53:36# 130. lþ. 41.8 fundur 172. mál: #A færsla Hringbrautar í Reykjavík# fsp. (til munnl.) frá samgrh., Fyrirspyrjandi GÓJ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[15:53]

Fyrirspyrjandi (Guðjón Ólafur Jónsson):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir svörin og hv. þingmönnum fyrir þátttöku í umræðunni. Það er ljóst að unnið er að þessu máli og það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi er, eins og fram kom hjá hæstv. samgrh., að til er nægilegt fjármagn í þessa framkvæmd. Því ber auðvitað að fagna sérstaklega. Því ber að fagna sömuleiðis að hæstv. samgrh. ætlar að beita sér fyrir því að þetta verk verði boðið út strax eftir áramót þannig að framkvæmdir geti hafist síðar á næsta ári. Ég fagna því, hæstv. forseti.