Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 18:09:11 (2472)

2003-12-03 18:09:11# 130. lþ. 41.9 fundur 173. mál: #A gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[18:09]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Hér er verið að ræða vegaframkvæmdir sem hafa verið lengi á döfinni og voru þessar tillögur Vegagerðarinnar kynntar þingmönnum í sumar. Eins og kom fram hjá hæstv. ráðherra er þó nokkur verðmunur á þeim leiðum sem standa til boða, tveggja hæða eða þriggja hæða leiðinni. Ég spyr hæstv. ráðherra: Miðað við þá fjármuni sem hann telur upp í samgönguáætluninni til þessa verks vantar þó nokkuð upp á t.d. ef þriggja hæða lausnin verður valin. Munu fjármunir verða tryggðir til þess að hægt væri að fara þá leið ef það er ákveðið? Ég minni á að hæstv. ráðherra sagði áðan í umræðu um færslu Hringbrautar að menn yrðu að hugsa til framtíðar. Þess vegna verða menn stundum að taka dýrari leiðina þó að hún sé fjárfrekari, ef hún er öruggari og betri til framtíðar. Því spyr ég hæstv. ráðherra einnig: Hvenær telur hann að hægt verði að ljúka þessari framkvæmd?