Nettenging lítilla byggðarlaga

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 18:53:05 (2491)

2003-12-03 18:53:05# 130. lþ. 41.12 fundur 350. mál: #A nettenging lítilla byggðarlaga# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[18:53]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda spurningarnar og ráðherra svörin og sérstaklega tek ég undir það sem ráðherra nefndi hér í restina, við eigum auðvitað að gefa öllum fyrirtækjum á þessu sviði möguleika á því að vera á þessum markaði.

Ég vil aðeins draga inn í umræðuna skemmtilegt verkefni sem er í gangi. Það heitir UD, Upplýsingatækni í dreifbýli, og snýr að því að hagnýta kosti internetsins og tölvusamskipta fyrir bændur. Nú hefur verið í gangi fundaferð um landið á vegum UD-verkefnisins og Símans þar sem bændum eru kynntir kostir þess að tengjast tölvusamskiptum og þeim gert tilboð, einmitt með ISDN Plús módeminu. Það sem þetta hefur í för með sér er að eftirspurn til sveita mun vaxa mjög verulega og þess vegna er möguleiki á bættri þjónustu, m.a. með gervihnattasambandi eins og hv. þm. var að spyrja um.