Nettenging lítilla byggðarlaga

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 18:54:25 (2492)

2003-12-03 18:54:25# 130. lþ. 41.12 fundur 350. mál: #A nettenging lítilla byggðarlaga# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[18:54]

Þuríður Backman:

Hæstv. forseti. Landssíminn hefur ákveðna þjónustuskyldu, það er alveg ljóst. Það sem hér hefur komið fram er að sífellt koma fram nýir möguleikar varðandi tengingu við internetið. Það sem skiptir þá máli er kostnaður og að aðgengi fólks, hvar sem það býr á landinu, sé svipað, sama hvaða tækni er notuð. Aðgengi að nettengingu skiptir máli hvað varðar jafnrétti til náms. Víða um land hefur það aðstöðuleysi sem fólk býr við í dag hamlað atvinnuþátttöku þess, sérstaklega á þeim stöðum þar sem atvinnutækifæri eru fábrotin og þar sem fólk þarf sjálft að skapa sér atvinnutækifæri sem það gæti oft gert í gegnum netið ef tenging væri til staðar.