Nettenging lítilla byggðarlaga

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 18:56:47 (2494)

2003-12-03 18:56:47# 130. lþ. 41.12 fundur 350. mál: #A nettenging lítilla byggðarlaga# fsp. (til munnl.) frá samgrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[18:56]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þessa umræðu.

Það sem ég vildi segja um þetta er að mér fannst hæstv. ráðherra tala eins og hann bæri litla ábyrgð á því hvernig þróunin yrði. Hann talaði um að þeir mundu fylgjast með og hann væri búinn að stofna einhverja verkefnisstjórn. Núna. Eftir alla þá umræðu sem farið hefur fram á undanförnum árum er hæstv. ráðherra að stofna einhverja verkefnisstjórn núna um þessa hluti.

Ég held að hæstv. ráðherra þurfi að svara því á eftir hvort hann sé ekki tilbúinn til að standa við bakið á þeim aðilum sem eru að tryggja þetta samband. Mér er svo sem nokk sama hvort það er Landssíminn eða þeir aðrir aðilar sem hafa komið til og virðast geta gert þetta miklu ódýrara en Landssíminn. Það virtist koma í gegnum svör hæstv. ráðherra að Landssímanum hefði alls ekki verið ætlað að fara ódýru leiðirnar, þær hefðu verið handa einhverjum öðrum. Líklega hefur verið einhver skýring á því öllu saman.