Gangagerð og safnvegaframkvæmdir

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 19:09:13 (2499)

2003-12-03 19:09:13# 130. lþ. 41.13 fundur 363. mál: #A gangagerð og safnvegaframkvæmdir# fsp. (til munnl.) frá samgrh., BjörgvS
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[19:09]

Björgvin G. Sigurðsson:

Virðulegi forseti. Hér eru til umræðu mikilvæg mál eins og alltaf þegar talið berst að samgöngum og samskiptum. Og það er sérstaklega gleðilegt að fagna því að ráðherra lýsir því hér yfir og staðfestir að stefnt sé að því að opna göngin í Almannaskarði í júní 2005 af því að maður var farinn að óttast um að það færi fyrir göngunum um Almannaskarð eins og mörgum öðrum kosningaloforðum stjórnarflokkanna að þau yrðu ekki að veruleika, þannig að því ber að fagna sérstaklega að það kosningaloforð stendur þó svo að mörg önnur fái að frjósa úti í vetrinum og verði ekki að veruleika á fyrstu mánuðum þingsins.

Eins mætti ræða um safnvegina til sögufrægra staða og þá lagabreytingu sem hæstv. samgrh. sagði að væri nauðsynleg til að svo mætti verða. Það eru margir sögufrægir staðir þar sem vegir eru vondir og þarf að ráða bót á sérstaklega og breyta þessum lögum.