Gangagerð og safnvegaframkvæmdir

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 19:10:31 (2500)

2003-12-03 19:10:31# 130. lþ. 41.13 fundur 363. mál: #A gangagerð og safnvegaframkvæmdir# fsp. (til munnl.) frá samgrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[19:10]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Það er aldeilis ástæða til að fagna því að hér skuli menn ætla að standa við kosningaloforð sem gefið var með miklum bravúr fyrir kosningarnar. Mig langar í því sambandi að spyrja hæstv. ráðherra hvort ekki eigi að fagna þessu kosningaloforði sérstaklega af því að það er það fyrsta sem sést fyrir endann á í efndum á loforðum ríkisstjórnarinnar frá því að kosið var. Ég man alla vega ekki eftir neinu öðru sem gæti tekið þessu fram, að geta gert grein fyrir málinu á svo skýran og afdrifaríkan hátt eins og hér er gert, að málið er í höfn og það er nánast alveg ljóst hvenær framkvæmdum lýkur. Menn verða að eiga það sem þeir eiga og ég verð að viðurkenna það að ég tel ástæðu til að koma í ræðustól og fagna þeirri niðurstöðu sem liggur fyrir í þessu máli.