Heilsuverndarstöð Reykjavíkur

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 19:33:15 (2509)

2003-12-03 19:33:15# 130. lþ. 41.15 fundur 240. mál: #A Heilsuverndarstöð Reykjavíkur# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[19:33]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Heilsuverndarstöðin í Reykjavík hefur sterka ímynd heilsuverndar eða heilbrigðisþjónustu af ýmsu tagi í hugum allra landsmanna, ekki bara Reykvíkinga. Mér finnst að þessi bygging eigi í framtíðinni að hýsa slíka þjónustu áfram. Eins og komið hefur fram er uppistaðan í þeirri starfsemi sem nú fer þar fram á vegum ríkisins.

Það er ljóst að nýstofnuð Lýðheilsustöð er í húsnæðishraki og það er líka ljóst að efsta hæðin í Heilsuverndarstöðinni er nær ónothæf eins og hún er í dag. Þar þarf að taka til hendi og fara í viðgerðir og endurbyggingu og það er trúa mín að ef það verður gert megi starfsemi Lýðheilsustöðvarinnar vel rúmast innan Heilsuverndarstöðvarinnar í því húsnæði sem hún er í.