Athugasemdir í fyrirspurnatíma

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 20:30:43 (2534)

2003-12-03 20:30:43# 130. lþ. 41.95 fundur 212#B athugasemdir í fyrirspurnatíma# (um fundarstjórn), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[20:30]

Mörður Árnason:

Forseti. Ég er nýliði á þinginu. Mér skildist að þetta væri þannig að þegar maður bæri af sér sakir þá gerði maður það vegna þess að ekki væri hægt að koma því við í sjálfum umræðunum, en eins og kunnugt er hafði hæstv. dómsmrh. hér áðan síðasta orðið í því máli sem þá var um fjallað. Hann notar síðan hluta af tíma sínum í næsta máli, sem er að vísu skylt vegna þess að fyrirspyrjandi og svarandi er sá sami, til þess að kalla málflutning minn fjarstæðukenndan og fara einhverjum orðum um það sem ég sagði, að bera af sér sakir. Er það réttur skilningur sem sé hjá mér að ég geti þá í þarnæsta máli t.d. svarað því sem hæstv. dómsmrh. sagði í næstsíðasta máli? Þetta þarf að upplýsa því að ég sé ekki alveg að um þetta sé fjallað í þingsköpum. Ég er þó með þá grein uppi við sem við þetta á. Það mun vera síðari hluti 55. gr.