Athugasemdir í fyrirspurnatíma

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 20:31:48 (2535)

2003-12-03 20:31:48# 130. lþ. 41.95 fundur 212#B athugasemdir í fyrirspurnatíma# (um fundarstjórn), Forseti SP
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[20:31]

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill taka það fram að hér er um að ræða fyrirspurnatíma á hinu háa Alþingi og þar eiga hv. þingmenn að ræða um efni fyrirspurna. (Gripið fram í.) Forseti vill hins vegar taka fram að hv. þm. hafði tækifæri til þess að gera stutta athugasemd í þessari fyrirspurn sem er tekin fyrir núna, þessu dagskrármáli. Þar að auki er rétt að taka fram að ekki er til siðs að gerðar séu athugasemdir eftir að hæstv. ráðherra hefur tekið til máls öðru sinni. Það hefur heldur ekki verið venjan að leyfa að hv. þingmenn beri af sér sakir við slík tækifæri. Hins vegar leyfði forseti hv. þm. að gera það í þetta sinn.