Athugasemdir í fyrirspurnatíma

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 20:32:45 (2536)

2003-12-03 20:32:45# 130. lþ. 41.95 fundur 212#B athugasemdir í fyrirspurnatíma# (um fundarstjórn), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[20:32]

Mörður Árnason:

Forseti. Ég veit ekki hvort ég skildi þetta rétt, þ.e. að ég hefði átt að verja mig í síðara skiptið í umræðunni um dagskrármál nr. 2 eftir að þetta gerðist. Mér skilst hins vegar að þetta sé þannig og samkvæmt greininni að hægt sé að bera af sér sakir án tillits til þess hvernig á stendur um fundarstjórn forseta því að það stendur, með leyfi forseta:

,,Jafnan er heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæðagreiðslu, um fundarstjórn forseta ...``

Ég tel því að ég hafi hagað mér hér alveg rétt og fagna því sem ég skil sem staðfestingu forseta á því í þingsköpunum.