Beiðni um fund í efnahags- og viðskiptanefnd

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 10:51:28 (2564)

2003-12-04 10:51:28# 130. lþ. 42.94 fundur 208#B beiðni um fund í efnahags- og viðskiptanefnd# (um fundarstjórn), JóhS
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[10:51]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Bæði ég og hv. þm. Bryndís Hlöðversdóttir kölluðum eftir því að boðað yrði til fundar í efh.- og viðskn. út af því máli sem við ræddum hér áðan. Ég tel afar mikilvægt að það verði gert vegna þess sem fram kom áðan, þ.e. að það á að ræða hér fjárlög klukkan hálftvö. Við höfum ekki fengið svar við því enn þá, herra forseti. Ég ítreka þá ósk mína að boðað verði til fundar í efh.- og viðskn. og vona að við fáum svar við því núna hvort það verði ekki örugglega gert.