Verslun með áfengi og tóbak

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 11:42:20 (2588)

2003-12-04 11:42:20# 130. lþ. 42.2 fundur 342. mál: #A verslun með áfengi og tóbak# (einkaréttur til innflutnings á tóbaki, EES-reglur) frv., 343. mál: #A gjald af áfengi og tóbaki# (tóbaksgjald) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[11:42]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að taka megi undir flest af því sem fram kom í máli hv. þm. en ég vildi undirstrika að þau atriði sem hann nefndi lúta fremur að heildarstefnumótun varðandi framtíð Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta frv. lýtur hins vegar að lágmarksbreytingum sem nauðsynlegar og óhjákvæmilegar eru í tilefni af athugasemdum frá Eftirlitsstofnun EFTA.

Hitt málið er miklu stærra. Á því er ekki tekið í þessu frv. Það skal vissulega viðurkennt.