Úrvinnslugjald

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 12:42:10 (2614)

2003-12-04 12:42:10# 130. lþ. 42.5 fundur 400. mál: #A úrvinnslugjald# (net, umbúðir o.fl.) frv. 144/2003, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[12:42]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé full ástæða til að fara yfir þetta mál, hvort yfirleitt sé nokkur þörf á því að samþykkja þetta. Mér finnst að báðar hv. nefndir sem taka þetta fyrir eigi nú bara að skoða það vandlega hvort yfirleitt sé nokkur þörf á því. Ég get ekki séð annað en menn hafi haft þessi lög fyrir framan sig í tvö ár, eitthvað svoleiðis, a.m.k. vitað af öllu sem til stóð í heil tvö ár og hafi getað undirbúið sig vel undir það, því ekki voru þeir ánægðir með það sem átti að gera, og hafa þess vegna verið mjög meðvitaðir um hver vandamálin væru og sjálfsagt verið að undirbúa sig undir að leysa þau, nema þeir hafi minnst þess sem svo oft hefur verið að þeim hafi tekist að fá lögum frestað og ákvæðum frestað í lögum, því ekki eru svo fá dæmi um það.