Afgreiðsla fjárlaga

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 13:58:44 (2627)

2003-12-04 13:58:44# 130. lþ. 42.97 fundur 213#B afgreiðsla fjárlaga# (um fundarstjórn), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[13:58]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Þetta er misskilningur í hv. þm., vegna þess að fjárlögin taka ekki gildi fyrr en um áramótin. Fjárlögin taki ekki gildi fyrr en þá og fyrir þann tíma er það ætlun ríkisstjórnarflokkanna að vera búnir að tryggja grundvöllinn fyrir tekjuöflun eða niðurskurði hér á þinginu. Það er gert með sérstökum lögum og um þau lög fá menn nægan tíma til þess að fjalla og þurfa ekki að nota umræðu um fjárlögin sérstaklega til þess að fjalla um þau. Þeir fá allan þann tíma sem þingsköp gera ráð fyrir. Þetta er því allt á misskilningi byggt. Eins greindur og hv. þm. er, þá hlýtur þetta að vera með vilja gert að leggja þessa túlkun í málið.

En eins og ég segi --- fjárlögin taka ekki gildi fyrr en um áramótin og fyrir þann tíma hefur þingmeirihlutinn ætlað sér að vera búinn að afgreiða þau lög sem hér er verið að tala um. En menn fá allan þann þinglega tíma til þess sem þeir þurfa.