Afgreiðsla fjárlaga

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 13:59:42 (2628)

2003-12-04 13:59:42# 130. lþ. 42.97 fundur 213#B afgreiðsla fjárlaga# (um fundarstjórn), GAK
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[13:59]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin fer nú að verða ansi æfð í því að leggja fram mál sem eru á skjön við stjórnarskrána og jafnvel setja lög sem eru síðan dæmd af í Hæstarétti.

Virðulegi forseti. Miðað við fram komnar upplýsingar í þessum ræðustól á undanförnum mínútum, fer ég formlega fram á það að fundinum verði frestað og haldinn fundur með formönnum þingflokka um framhald fundarins í dag.