Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 15:15:07 (2645)

2003-12-04 15:15:07# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[15:15]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. fer ansi frjálslega með staðreyndir í þessu máli. Það sem skiptir máli í þessu sambandi er að við erum að ræða um stærsta skref í réttindabaráttu öryrkja hér á landi sem stigið hefur verið árum saman. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Og heyr, heyr. Það liggur fyrir að á næsta ári munu heildargreiðslur almannatrygginga til einhleyps öryrkja hækka um 30 þús. kr. á mánuði.

Ég fór um í kosningabaráttunni og talaði um að við mundum verja 1 milljarði til öryrkja, til að bæta stöðu yngstu öryrkjanna, þeirra sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni. Það erum við að gera. Við sögðum að þetta yrði gert 1. janúar 2004 og það er ekkert sem getur komið í veg fyrir það nema ólund stjórnarandstæðinga á þingi.