Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 15:25:10 (2654)

2003-12-04 15:25:10# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., Frsm. 1. minni hluta EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[15:25]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Einar Már Sigurðarson) (andsvar):

Frú forseti. Ég endurtek ekki það sem ég sagði um væntanlegt frv. Það er erfitt fyrir mig að fjalla um það. Hins vegar er ljóst að hæstv. heilbrrh. hefur verið mikill baráttumaður í þessu máli. Það er alveg ljóst að þingflokkur Framsfl. hefur verið beygður í þessu máli. Það er skýringin á því hvernig hv. þm. og hæstv. ráðherra talar.

Hæstv. ráðherra hefur sagt í þessum ræðustól að miðað við þennan 1 milljarð kr. verði hann að efna samkomulagið í áföngum. Vissulega er hann að stíga stórt skref núna en það er greinilegt að samstarfsflokkurinn hefur pínt Framsfl. í málinu. Ég verð að segja, frú forseti, að hv. þingmenn Framsfl. væru menn að meiri að viðurkenna að þeir hafi ekki náð sínu fram frekar en að tala þvert um hug sinn. Það hljómar ekki vel í eyrum okkar. Það er ekki trúverðugt. Við vitum að hæstv. ráðherra vildi ganga lengra í málinu en hefur því miður ekki náð lengra. Það eiga menn að segja í stað þess að fara í einhvern feluleik.