Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 16:03:11 (2661)

2003-12-04 16:03:11# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., Frsm. 2. minni hluta JBjarn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[16:03]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það frv. sem hv. þm. boðar hér og er að vitna til liggur ekkert fyrir í þingsalnum. Ég sagði í upphafi að það væri eðlilegt að það frv. lægi hér fyrir þegar við værum að ræða fjárlög svo að einstakir þingmenn stjórnarflokkanna gætu ekki verið að vitna í eitthvert óframkomið frv. sem er afar ómálefnalegt.

Hitt er alveg rétt og ég tók rækilega fram að sá samningur sem gerður var og kemur að hluta til til framkvæmda er vissulega til bóta. Upphaflega var gerður samningur milli Öryrkjabandalagsins og ríkisstjórnarinnar, en núna tekur ríkisstjórnin sig einhliða til og ætlar að skerða umsaminn rétt örorkulífeyrisþega um bætur, breyta þeim samningi sem við höfum þó ekki séð.