Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 16:04:29 (2662)

2003-12-04 16:04:29# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., BJJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[16:04]

Birkir J. Jónsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það samkomulag sem gert var hljóðaði upp á það að grunnlífeyrir yngstu öryrkjanna, þeirra sem verða öryrkjar á unga aldri, yrði tvöfaldaður. Og hæstv. heilbr.- og trmrh. hefur getið þess oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að það muni verða staðið við það.

Ég minni á það að á árinu 2000 var 75% öryrki sem varð öryrki yngri en 18 ára gamall með 72.855 kr. Ári síðar var hann með 80.000 kr. Árið 2002 var þessi upphæð tæpar 90.000 og með þessari hækkun mun þetta taka stökk upp í 126.000 kr. Við erum að tala um beina hækkun bóta í þessu sambandi upp á 74% síðan árið 2000 og geri aðrir betur.