Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 16:10:30 (2667)

2003-12-04 16:10:30# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., Frsm. 2. minni hluta JBjarn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[16:10]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Ég tek alveg undir með hv. þm. um þá gríðarlegu þörf sem hér er og þarf að taka á og þó fyrr væri. En 2--5 pláss í sveitarfélögum úti á landi skipta líka miklu máli þar. Ef þörfin er skráð núll þýðir það venjulega að viðkomandi gamalmenni hefur verið sent burt (Gripið fram í: Eða dáið.) Við skulum vona ekki.

Það þarf að leysa þessa þörf. Við fengum mjög mörg erindi til fjárln. um að það þyrfti að fjölga hjúkrunarrýmum hjá öldrunarstofnunum vítt og breitt um landið. Það er gert nokkurt átak í því í fjárlögunum en það vantar enn meir því að þetta er verulegt sjálfstæðismál, þetta er verulegt velferðarmál að hver byggð og hver fjölskylda geti verið sem lengst í návist og hjúkrunarheimilin eru liður í því.