Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 16:15:15 (2671)

2003-12-04 16:15:15# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., Frsm. 2. minni hluta JBjarn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[16:15]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er háttur hv. þm. Einars Odds Kristjánssonar að flækja sér burt frá málefnalegri umræðu með stóryrðum og gífuryrðum. Alverst er þó þegar hann fer slíkum orðum um vinnulag á heilbrigðisstofnunum, t.d. Landspítala -- háskólasjúkrahúsi, eins og hefur gerst á undanförnum dögum.

Ég vil benda á að heilbrigðismálin hafa verið í höndum þessarar ríkisstjórnar í tólf ár eða meir. (EOK: Það fer eftir ...) Já. Og heilbrrn. undir forustu Framsfl. Svo eru menn nú að segja: Það þarf að taka til í heilbrigðiskerfinu.

Við erum andvíg því að byggt verði upp tvöfalt heilbrigðiskerfi, annað sem sérfræðingakerfi með sjálftökurétt á Tryggingastofnun og hitt síðan almennt þjónustukerfi. Þetta hefur fengið að grassera í skjóli þessarar ríkisstjórnar. Verði ekki tekið á skipulagsmálum heilbrigðismálanna lendum við í miklum vandræðum, þar á meðal líka í þessum vandræðum hvað varðar þjónustuna.