Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 17:48:59 (2676)

2003-12-04 17:48:59# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[17:48]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er sérstakt fagnaðarefni, eins og ég gat um áðan, að Frjálsl. hafi snúist á sveif með ríkisstjórninni og ríkisstjórnarflokkunum í þessu máli. Ég vona að aðrir hv. þm. í stjórnarandstöðunni geri hið sama, fylgi ríkisstjórninni í þessu máli og leggi því lið að settur verði 1 milljarður kr., 1.000 millj. kr. í að hækka grunnlífeyri örorkubóta úr 2,8 milljörðum í 3,8 milljarða, um 36%.

Ég vona að hv. þm. beiti sér fyrir því í umræðum hér á þinginu að aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar geri það sömuleiðis og menn séu ekki hér að berjast gegn jafnsjálfsögðu baráttumáli og bættum hag öryrkja. Það er hv. þingmönnum stjórnarandstöðunnar til skammar hvernig þeir hafa komið fram í þessu máli.