Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 18:12:20 (2684)

2003-12-04 18:12:20# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[18:12]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Frú forseti. Af þessu tilefni er ástæða til að vekja athygli á því að ég fór margsinnis yfir það að í mörgum af þessum verkum hefur undirbúningur orðið umfangsmeiri. Hvers vegna er það? Jú, m.a. vegna þess að við erum með í gangi lög um mat á umhverfisáhrifum og ekki er alltaf fyrir séð þegar við tökum ákvörðun um að leggja veg hvort kærur komi. Í mörgum tilvikum hefur verkum seinkað og í mörgum tilvikum hefur seinkunin orðið vegna þess að undirbúningurinn hefur tekið lengri tíma og við því er ekkert að segja. Ég tel að lögin um mat á umhverfisáhrifum séu afar mikilvæg til þess að undirbúningi sé ekki áfátt. Í einhverjum tilvikum mætti kannski slaka eitthvað aðeins á þeirri kló en fyrst (Forseti hringir.) og fremst er það þessi undirbúningur sem tefur en ekki skipulagsleysi.