Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 18:14:49 (2686)

2003-12-04 18:14:49# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., Frsm. 2. minni hluta JBjarn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[18:14]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil í sjálfu sér þakka hæstv. samgrh. fyrir að koma með þessar upplýsingar inn í þingið áður en lokaafgreiðsla fjárlaga fer fram.

Hins vegar vil ég inna eftir því hvort þetta sé ekki bara tillaga af hálfu ráðuneytisins varðandi breytingar á samgönguáætluninni. Ég lít svo á að eðlilegast væri að þessi tillaga fengi þinglega meðferð, færi bæði fyrir samgn. og síðan fyrir fjárln. því að þarna eru breytingar á verkefnum sem annars er gert ráð fyrir að séu í gangi. Ég vil því leggja til að þessi tillaga fari fyrir þessar nefndir til ákvörðunar um leið og verið er að afgreiða þetta mál því að það er náttúrlega eðlilegt. Annars virkar þetta bara beint á þann hátt að lofað er fyrir kosningar og síðan svikið eftir kosningar.

Ég harma það ef verið er að draga úr framkvæmdum á áherslustöðum eins og á (Forseti hringir.) Vestfjörðum og norðausturhorninu sem áhersla var einmitt lögð á í vor.