Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 18:21:07 (2691)

2003-12-04 18:21:07# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[18:21]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki með þá tölu alveg við höndina hversu hátt hlutfall það er. En það er mjög lágt hlutfall. Langflestar þeirra framkvæmda sem við kölluðum flýtiframkvæmdir og voru settar af stað til þess að auka snúninginn í atvinnulífinu er búið að bjóða út og hafnar. Því er um að ræða þarna tiltölulega lágt hlutfall.