Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 18:24:31 (2694)

2003-12-04 18:24:31# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GunnB
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[18:24]

Gunnar Birgisson:

Virðulegi forseti. Ég kem hér og flyt breytingartillögu við frv. til fjárlaga fyrir árið 2004. Breytingartillagan varðar breytingu á sundurliðun 2 við 02-982 Listir, framlög, þ.e. heiðurslaun listamanna sem breytist úr 35,2 millj. í 40 millj.

Á síðastliðnu ári nutu 22 einstaklingar heiðurslauna listamanna Alþingis. Í þessari tillögu verða þeir 25 og njóta 1.600 þús. kr. hver. Þeir eru: Atli Heimir Sveinsson, Ásgerður Búadóttir, Erró, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson, Gunnar Eyjólfsson, Hannes Pétursson, Herdís Þorvaldsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Jórunn Viðar, Kristinn Hallsson, Kristján Davíðsson, Matthías Johannessen, Megas, Róbert Arnfinnsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Svava Jakobsdóttir, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þráinn Bertelsson og Þuríður Pálsdóttir.

Þessa breytingartillögu flytja Gunnar Birgisson, Björgvin G. Sigurðsson, Dagný Jónsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Hjálmar Árnason, Mörður Árnason og Ásta Möller og leggja flytjendur tillögunnar til að hún verði samþykkt.