Tilkynning um dagskrá

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 10:31:46 (2740)

2003-12-05 10:31:46# 130. lþ. 43.92 fundur 216#B tilkynning um dagskrá#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[10:31]

Forseti (Halldór Blöndal):

Gert er ráð fyrir því að kosning umboðsmanns Alþingis og atkvæðagreiðsla um fjárlög fyrir árið 2004 verði tekin fyrir að loknu matarhléi kl. hálftvö. Þá vil ég geta þess að hádegishlé verður í lengra lagi, frá hálfeitt til hálftvö, til þess að þingflokkar geti haldið fundi.

Áður en gengið er til dagskrár fer fram umræða utan dagskrár um veggjald í Hvalfjarðargöngum. Málshefjandi er hv. þm. Jóhann Ársælsson en hæstv. samgrh. Sturla Böðvarsson verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.