Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 13:54:55 (2770)

2003-12-05 13:54:55# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., HHj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[13:54]

Helgi Hjörvar:

Virðulegur forseti. Hér gat að líta áhrif af tillögum Samfylkingarinnar um hert skatteftirlit og um lækkun á virðisaukaskatti á matvöru en sömuleiðis auknar tekjur vegna bifreiðainnflutnings því að Samfylkingin leggst gegn því að bifreiðastyrkir til öryrkja verði skornir niður um 150 millj. á næsta ári. Hér er ríkisstjórn Íslands að leggja til að öryrkjar fái ekki að endurnýja bíla sína á fjögurra ára fresti heldur á sex ára fresti. En á sama tíma er hæstv. ríkisstjórn að koma hér inn og sækja aukafjárveitingu því hún hefur sjálf farið fram úr hinum heilögu fjárheimildum og ákveðið að endurnýja bifreiðakost sinn, ráðherrabílana, hraðar en áður var ætlað.

Hið smáa, virðulegur forseti, segir oft meira um mennina.