Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 13:58:27 (2771)

2003-12-05 13:58:27# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., KJúl (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[13:58]

Katrín Júlíusdóttir:

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að 21 millj. kr. verði veittar til að mæta áður samþykktri fjölgun nemenda við hinn unga og glæsilega tækniháskóla. Vegna mikillar aðsóknar að náminu fyrir haustönnina 2003 samþykkti menntmrn. fjölgun upp á 50 nemendur og var innritað í samræmi við það í haust. Endurspeglar þessi aðsókn eftirspurn atvinnulífsins eftir tæknimenntuðu fólki. Þessari heimild fyrir fjölgun hefur ekki verið fylgt eftir með fjárveitingu. Er það ábyrgðarhluti af hálfu hæstv. menntmrh. að samþykkja fjölgun nemenda án fjármagns. Það er ekki góð byrjun fyrir ungan háskóla. Við þingmenn Samfylkingarinnar segjum því já.