Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:08:50 (2777)

2003-12-05 14:08:50# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:08]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegur forseti. Í löngu máli við umræður við bæði 2. og 3. umr. fjárlaganna fór ég yfir þann misskilning sem hefur orðið varðandi afgreiðslu á erindi Byrgisins til fjárln. Hér er lögð til viðbótarfjárveiting upp á 15 millj. til þess að taka á fortíðarvanda Byrgisins. Ég held að það hafi verið mjög vel upplýst í umræðunum í gær hvaða misskilningur hefur komið upp í því máli. Þar lýsti hv. varaformaður fjárln. því yfir að eðlilegt væri að taka málið til skoðunar upp á nýtt. Ég vil auðvitað að þessi tillaga verði samþykkt og vandinn leystur. En segjum að hún verði hins vegar felld, þá vonast ég vissulega til þess að staðið verði við þær yfirlýsingar sem hér voru gefnar í gær.