Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:23:52 (2790)

2003-12-05 14:23:52# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., HjÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:23]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Það er hálfdapurlegt að hlýða á hvern stjórnarandstæðinginn á fætur öðrum koma upp í ræðustól og sakfella hæstv. heilbrrh. um ómerkilegheit, brigsl, lygar og svik. Þeir sem hafa kynnst stjórnmálamanninum Jóni Kristjánssyni og manneskjunni Jóni Kristjánssyni vita að þeir sem svo tala dæma sig sjálfir. Þess vegna segi ég nei.