Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:25:55 (2792)

2003-12-05 14:25:55# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., JBjarn (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:25]

Jón Bjarnason:

Virðulegi forseti. Þjóðin gladdist í vor eða á útmánuðum, í mars, þegar tilkynnt var samkomulagið sem gert hafði verið á milli ríkisstjórnarinnar og Öryrkjabandalags Íslands um að sérstaklega skyldi bæta og rétta kjör öryrkja og sérstaklega þeirra yngri í þeim hópi, en það skyldi síðan fylgja upp til 67 ára aldurs. Samkomulagið var kynnt með stolti og var ekki kynnt sem það væri liður í kosningabaráttu Framsfl.

Nú við 3. umr. fjárlaga á að svíkja öryrkja um 500 millj. kr. Menn eiga að standa við orð sín. Menn eiga að standa við gerða samninga. Orð skulu standa. Ég segi já.