Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:29:40 (2795)

2003-12-05 14:29:40# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:29]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Við ræðum nú enn eina tillöguna, sem ég vil flokka undir allt að því lýðskrum, þar sem menn ætla að útvíkka það samkomulag sem ríkisstjórnin gerði og fjallaði um að til þessa málaflokks skyldi verja 1.000 millj. kr. Eins og ég gat um áðan þá eru það 8.000 kr. á hvern einasta öryrkja í hverjum einasta mánuði ef dreift yrði jafnt á alla. Þetta er gífurleg hækkun, herra forseti, (Gripið fram í: Er það of mikið?) gífurleg hækkun (BH: Rosalega mikil.) og er einsdæmi. Það er með ólíkindum (HHj: Hvað hækkaðir þú í vor, Pétur?) að Öryrkjabandalagið ... (Gripið fram í: Þú hækkaðir laun þingmanna í vor.) Ég geri ráð fyrir því að jafnvel hátekjuöryrkjar fái þetta líka. Ég tel að þetta sé lýðskrum (LB: Er lýðskrum að standa við samning?) (ÁRJ: Hvað fer mikið af þessu í skatta?) og ég segi nei við þessari tillögu. (Gripið fram í: Það bjóst nú enginn við öðru.)