Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:31:42 (2797)

2003-12-05 14:31:42# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:31]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Hér er aftur verið að greiða atkvæði efnislega um sama mál en örlítið lægri upphæð til þess að standa við þann samning og samkomulag sem gert var við öryrkja á liðnu vori, hið fræga broskosningamál Framsfl. Það hlýtur að verða sérstök upplifun hjá Framsfl. að ganga til næstu alþingiskosninga þegar þeir þurfa að taka brosið upp á nýjan leik og tjalda því í því falska umhverfi sem þetta mál hefur fært þeim. (Gripið fram í: Ómerkilegt.) Sannleikur.