Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:36:08 (2800)

2003-12-05 14:36:08# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:36]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Forseti. Hér er gerð tillaga um að ríkisstjórninni sé heimilt að kaupa eða leigja húsnæði fyrir heilsugæslustöð í Hafnarfirði. Nú er í gildandi fjárlagafrv. heimild til kaupa eða leigu á húsnæði fyrir heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu. Hér er eingöngu verið að undirstrika mikilvægi þess að staðið verði við gefin fyrirheit í Hafnarfirði um þessi efni. Því er afskaplega sérkennilegt að horfa hér upp á vegginn og sjá stjórnarliðana greiða atkvæði gegn þessari heimild, ekki síst í ljósi þess að hæstv. heilbrrh. hefur ítrekað í umræðu um þessi mál staðfest það að til standi að kaupa eða leigja húsnæði fyrir heilsugæsluna í Hafnarfirði og hefja þar rekstur á næsta ári. Ég stend hér á gati, herra forseti, yfir þessu athæfi. (Gripið fram í.) Ég segi já.