Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:42:47 (2804)

2003-12-05 14:42:47# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GMJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:42]

Grétar Mar Jónsson:

Hæstv. forseti. Stjórnvöld telja ekki ástæðu til að endurskoða byggðaáætlun á Suðurnesjum. (Landbrh.: Hver segir það?) Það er í svarbréfi, landbrh., sem við fengum frá Byggðastofnun og byggðamálaráðherra. Ekki er talin ástæða til sérstaks átaks í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum þrátt fyrir að þar séu 340 manns á atvinnuleysiskrá, 150 búnir að fá uppsagnarbréf og verða atvinnulausir eftir þrjá mánuði, fjölbrautaskólinn þurfi að vísa frá 150--200 nemendum og þótt fleiri og fleiri séu að bætast inn á atvinnuleysisskrá. Það er algert aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda. Þess vegna segi ég já. Við verðum að selja hlutinn í hitaveitunni til þess að reyna að byggja upp nýtt og betra atvinnulíf á Suðurnesjum.