Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:48:39 (2807)

2003-12-05 14:48:39# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., fjmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:48]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Við þessa lokaatkvæðagreiðslu um fjárlagafrv. ársins 2004 vil ég leggja sérstaka áherslu á að afgangurinn á fjárlagafrv. hefur aukist í meðförum þingsins um 300--400 millj. kr. frá því að það var lagt fram í upphafi þings og er nú ríflega 6,7 milljarðar kr. Þessi niðurstaða staðfestir að þau efnahagslegu markmið sem að var stefnt með frv. hafa náðst og þessi niðurstaða er gríðarlega mikilvæg með tilliti til þeirra risaverkefna sem fram undan eru í hagstjórninni. Ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn eru staðráðin í því að sýna fyllstu ábyrgð við það mikla verkefni. Ég þakka öllum sem hafa átt hlut að máli, bæði efnislega við afgreiðslu málsins og sömuleiðis við það að koma málinu svona greiðlega og á mettíma í gegnum þingið.