Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:52:30 (2810)

2003-12-05 14:52:30# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:52]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Við lokaafgreiðslu fjárlaganna gafst ríkisstjórnarflokkunum tækifæri til þess að laga einhvern hluta af því sem upp á vantar í fjárlagafrv. Það liggur algjörlega fyrir, virðulegi forseti, við lokaafgreiðslu þessara fjárlaga að á næsta ári mun ríkisstjórnarmeirihlutinn þurfa að koma hér inn með fjáraukalög til þess að stoppa í þau göt sem þeir höfnuðu núna að lagfæra. Fjárlagaafgreiðslan og lokaniðurstaða hennar er algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Vissulega eru ákveðar tillögur til bóta en lokaniðurstaðan er verk ríkisstjórnarmeirihlutans. Við sitjum hjá.