Tímabundin ráðning starfsmanna

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 15:07:20 (2814)

2003-12-05 15:07:20# 130. lþ. 43.14 fundur 410. mál: #A tímabundin ráðning starfsmanna# (EES-reglur) frv. 139/2003, GAK
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[15:07]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Ég tel að frv. sem við erum að ræða um tímabundna ráðningu starfsmanna sé til bóta, skýri rétt þeirra starfsmanna sem eru ráðnir tímabundið og tryggi vonandi í framtíðinni að þeim sé eigi mismunað miðað við þá sem fastráðnir eru ótímabundið. Ég tel að hér sé um gott mál að ræða. Það þarf auðvitað nánari skoðun í nefnd og þörf er á frekara samráði við aðila vinnumarkaðarins, launþegasamtök og atvinnurekendur. Af eðli uppbyggingar málsins sýnist mér að það sé til bóta. Ég vona svo sannarlega að það fái hér afgreiðslu eftir góða og vandaða yfirferð í nefnd.