Starfsmenn í hlutastörfum

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 15:19:23 (2817)

2003-12-05 15:19:23# 130. lþ. 43.15 fundur 411. mál: #A starfsmenn í hlutastörfum# (EES-reglur) frv., VF
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[15:19]

Valdimar L. Friðriksson:

Virðulegi forseti. Hér höfum við frv. til laga um starfsmenn í hlutastörfum. Sem stjórnarmaður í Starfsmannafélagi ríkisstofnana ætlaði ég að gera svipaða athugasemd og hv. þm. Ögmundur Jónasson kom inn á. Það þarf að sjálfsögðu að fara vandlega yfir þetta mál eins og öll þau sem snerta kjarasamninga, en það vantar, eins og hv. þm. kom inn á, ákvæði um starfsfólk sem er í tímavinnu sem aukastarfi, þ.e. það þarf að tryggja það í þessu frv. að hagur þeirra sem stunda tímavinnu samhliða aðalstarfi sé líka tryggður.