Eldi nytjastofna sjávar

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 15:21:01 (2818)

2003-12-05 15:21:01# 130. lþ. 43.11 fundur 344. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# (erfðablöndun) frv., sjútvrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[15:21]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 33 16. apríl 2002, um eldi nytjastofna sjávar, með síðari breytingum.

Með frumvarpi þessu er lagt til að lögum um eldi nytjastofna sjávar verði breytt þannig að hægt verði að grípa til ráðstafana til að verja stofna íslenskra sjávardýra gegn óæskilegum áhrifum erfðablöndunar við aðra stofna sömu tegundar eða innfluttra tegunda eða stofna sem ekki finnast við Íslandsstrendur.

Nauðsynlegt er að slík heimild sé í íslenskum lögum í ljósi aukins eldis sjávardýra jafnt erlendis sem hér á landi. Samfara þeirri þróun má vænta aukinna viðskipta með ýmsar tegundir eldisdýra og kynbætta stofna.

Þess vegna er nauðsynlegt að í lögum sé heimild til þess að takmarka eða banna, ef ástæða þykir til, til þess að verja þá stofna sem hér eru við landið og hafa verið undirstaða lífsafkomu þjóðarinnar frá upphafi byggðar landsins.

Ég legg til, herra forseti, að að lokinni 1. umr. verði málinu vísað til hv. sjútvn.