Eldi nytjastofna sjávar

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 15:31:15 (2825)

2003-12-05 15:31:15# 130. lþ. 43.11 fundur 344. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# (erfðablöndun) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[15:31]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Frú forseti. Ég get svarað hv. þingmanni þannig að ég sé ekki að umhvrh. eigi að koma að málum á þann hátt sem hv. þm. ýjar greinilega að, þ.e. að taka ákvarðanir um þá hluti sem þessi lög fjalla um, þó að nánast megi skilgreina alla hluti sem umhverfismál, að þeir snerti umhverfi okkar á einhvern hátt. Þessi hluti umhverfisins er einfaldlega á valdsviði sjútvrn. og ég held að það fari vel á því að svo sé og væri mjög misráðið ef við gerðum einhverjar breytingar á því. Ég á eiginlega ekki von á því að hv. þm. sé að meina það að við mundum færa eldi sjávardýra úr sjútvrn. til umhvrn.