Umferðarlög

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 10:12:58 (2847)

2003-12-06 10:12:58# 130. lþ. 44.1 fundur 419. mál: #A umferðarlög# (yfirstjórn málaflokksins) frv. 132/2003, forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[10:12]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Það stendur ekki til af minni hálfu að lengja umræðurnar, aðeins að þakka fyrir þær undirtektir sem hér hafa orðið við þessu frv. Ég vil aðeins nefna eitt. Vegna þess að hv. þm. gerði athugasemdir við nefndarmálin er gert ráð fyrir að lögin taki gildi um áramótin og fram að því er eðlilegt að allshn. haldi áfram störfum sínum. Þess utan erum við ekki bundin við ráðuneytaskiptingu varðandi vísun til nefnda þannig að þó að það sé sjálfsagt að hafa hliðsjón af slíku er ekkert á móti því að nefndin, jafnvel eftir gildistöku, klári þau mál sem henni hafa verið fengin til athugunar. Sjálfsagt getur líka nefndin ef hún vill vísað málinu til annarrar nefndar eða vísað því þangað til umsagnar meðan á þessu bili stendur.